Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. október 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikki: Sagt í gríni - Auðvitað er ég ekki að fara að gera þessa hluti
Mikael Nikulásson.
Mikael Nikulásson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, er ósáttur við sekt sem Njarðvík fékk frá KSÍ vegna ummæla hans í hlaðvarpinu Dr Football.

Njarðvík fékk 50 þúsund króna sekt. Ummæli hans voru ósæmileg að mati framkvæmdastjóra KSÍ og með þeim hafi álit almennings á íþróttinni og starf knattspyrnuhreyfingarinnar rýrt.

„Þetta er 100% tveggja leikja bann. [...] Ég mun brenna Laugardalinn persónulega sjálfur ef hann fær ekki tveggja leikja bann, það er bara þannig. Mér er alveg sama, mér er alveg sama, málið er það að Framararnir, ég er náttúrulega gamall Framari, þá bara fer ég með þeim í það. Að sjálfsögðu er þetta tveggja leikja bann," sagði Mikael í Dr Football.

Hann var þar að tala um rauða spjaldið sem Beitir Ólafsson, markvörður KR, fékk gegn Fylki. Á dögunum var spilandi aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, Marc McAusland, dæmdur í tveggja leikja bann af myndandsupptöku. Beitir fékk eins leiks bann eftir sitt rauða spjald.

Er það álit aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að tilvitnuð opinber ummæli, sem þjálfari mfl. karla hjá Njarðvík viðhafði í fyrrgreindum hlaðvarpsþætti, hafi verið ósæmileg og hafi skaðað ímynd íslenskrar knattspyrnu.

Mikael ræddi við Valtýr Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun um dóminn.

„Eins og allir vita sem voru að hlusta á þetta, þá segir það sig sjálft að þetta var sagt í gríni. Maður verður bara að passa sig greinilega á því hvað maður segir," sagði Mikael.

„Þetta var sagt í gríni, auðvitað er ég ekki að fara þarna niður eftir og gera þessa hluti frekar en þú og Framarar. Ég viðurkenni, þetta kom mér á óvart en maður lifir og lærir. Menn verða að passa sig ef þeir eru tengdir í einhver félög."

Hægt er að hlusta á viðtalið við Mikael hérna.
Athugasemdir
banner
banner