Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. nóvember 2020 21:28
Brynjar Ingi Erluson
Fær undrabarnið í Dortmund tækifæri í næsta deildarleik?
Youssoufa Moukoko gæti fengið leik á næstunni
Youssoufa Moukoko gæti fengið leik á næstunni
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Hinn 15 ára gamli Youssoufa Moukoko er ein skærasta stjarnan í Þýskalandi í dag en hann hefur leikið sér að því að skora mörkin fyrir yngri lið Borussia Dortmund síðan hann kom til félagsins frá St. Pauli fyrir fjórum árum.

Leikmenn og þjálfarar Dortmund hafa ekki farið sparlega með hrósin á Moukoko en Erling Braut Haaland, framherji Dortmund, er einn þeirra sem dásamar leikmanninn í fjölmiðlum.

Hann hefur spilað með yngri liðum Dortmund á þessu tímabili og komið verulega á óvart en auk þess hefur hann æft með aðalliði félagsins síðan í janúar.

Moukoko fær ekki heimild til að spila fyrir liðið fyrr en 20. nóvember en þá verður hann 16 ára gamall. Reglurnar þar í landi kveða á um að leikmenn verða að hafa náð 16 ára aldri til að spila í deild- og bikar.

Fyrsti leikur hans gæti því komið gegn Herthu Berlín þann 21. nóvember en Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund, ræddi Moukoko við fjölmiðla í dag.

„Hann er með mörk í genunum. Hvort sem hann er að skora þrjú eða fjögur mörk í leik með U19 ára liðinu eða ekki þá er hann að gera þetta reglulega og þá er hann hundrað prósent með mörk í genunum," sagði Watzke.

„Það er undir þjálfaranum komið hvenær hann fær að spila. Hann verður yngstur frá upphafi en við verðum að passa að keyra hann ekki út. Þetta hentar vel að hafa hann í aðalliðinu ef Haaland þarf smá hvíld þá mun Favre prufa Youssoufa," sagði hann ennfremur,
Athugasemdir
banner
banner
banner