Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 09. nóvember 2020 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Pjanic hafnaði því að spila fyrir Frakkland
Miralem Pjanic valdi Bosníu framyfir Frakkland
Miralem Pjanic valdi Bosníu framyfir Frakkland
Mynd: Getty Images
Miralem Pjanic, leikmaður Barcelona á Spáni, segir að honum hafi boðist að spila með franska landsliðinu er hann var á mála hjá Lyon en hann hafi þó hafnað boðinu til að spila fyrir Bosníu og Herzegóvínu.

Pjanic er fæddur í Tuzla í gömlu Júgóslavíu en fluttist ungur að árum til Lúxemborgar ásamt foreldrum sínum stuttu eftir að Bosníustríðið hófst.

Hann samdi við franska félagið Metz þegar hann var aðeins 14 ára gamall og lék þá fyrir yngri landslið Lúxemborgar en átti síðar möguleika á því að leika fyrir hönd franska landsliðsins þar sem hann hafði búið þar í fimm ár.

Pjanic hafnaði boðinu og ákvað að spila fyrir Bosníu en hann segist hafa fengið símtal frá Raymond Domenech, sem var á þeim tímanum þjálfari franska landsliðsins.

„Já, ég gat spilað fyrir Frakkland þegar ég samdi við Lyon en draumur minn var að spila fyrir Bosníu. Domenech hringdi í mig en ég var þegar búinn að ákveða mig. Ég þakkað honum fyrir símtalið en ég var raunsær," sagði Pjanic.

„Það var erfitt að brjóta sér leið inn í franska landsliðið á þessum tíma og það hefði verið sárt fyrir mig að velja Frakkland fram yfir Bosníu og þá fólkið í Bosníu að sjá þeirra mann spila fyrir Frakkland," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner