Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 09. nóvember 2024 12:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Valdi Juventus fram yfir úrvalsdeildina eftir spjall við De Ligt
Teun Koopmeiners
Teun Koopmeiners
Mynd: Getty Images

Teun Koopmeiners valdi að ganga til liðs við Juventus í sumar frá Atalanta fyrir 60 milljónir evra.

Hann fékk tilboð frá enskum félögum en það kom ekkert annað til greina en að fara til Juventus. Matthijs De Ligt, miðvörður Man Utd, og fyrrum leikmaður Juventus hafði áhrif á valið hans.


„Það var áhugi frá enskum félögum en þegar ég frétti af áhuga Juventus var ég ekki í vafa," sagði Koopmeiners.

„Ég þekkti sögu félagsins og spilaði á móti þeim. Þegar ég kom sá ég að, allt sem ég vissi og það sem De Ligt hafði sagt mér, var satt.  Frá þjónustunni í aðstöðunni til góðvild fólksins. Það er allt fallegt hérna, mér finnst ég vera lifa drauminn."

Liverpool sýndi honum m.a. áhuga en Jurgen Klopp vildi fá hann sem og Arne Slot en Slot var stjóri Koopmeiners hjá AZ Alkmaar árið 2020.


Athugasemdir
banner
banner