Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   mán 09. desember 2024 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Starf Postecoglou ekki í hættu eins og er
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að starf ástralska þjálfarans Ange Postecoglou hjá Tottenham er ekki í hættu eins og er, þrátt fyrir slök úrslit í síðustu leikjum.

Tottenham er óvænt í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar, með 20 stig eftir 15 umferðir. Liðið er þó búið að skora 31 mark á deildartímabilinu, sem er næstmest allra liða eftir Chelsea.

Daniel Levy forseti Tottenham hefur trú á Postecoglou og eiga þeir í miklum samskiptum. Starf Postecoglou er því ekki í hættu en það gæti hitnað undir honum ef svona slappt gengi heldur áfram yfir jólatörnina og fram á nýtt ár.

Levy hefur trú á því að þetta Tottenham lið geti gert góða hluti undir stjórn Postecoglou en hann áttar sig á því að mikil meiðslavandræði hafa sett strik í reikninginn, sérstaklega í varnarlínunni þar sem Micky van de Ven og Cristian Romero hafa verið að glíma við meiðsli.

Þrátt fyrir slakt gengi í úrvalsdeildinni er Tottenham í góðri stöðu í Evrópudeildinni og komið í 8-liða úrslit deildabikarsins.

Tottenham heimsækir Rangers til Skotlands í næstu umferð Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn og getur komið sér í afar sterka stöðu fyrir síðustu tvær umferðir deildarkeppninnar.

Í næstu viku spilar liðið svo við Manchester United í 8-liða úrslitum deildabikarsins eftir heimsókn til Southampton í úrvalsdeildinni um helgina.

Tottenham stefnir á að styrkja leikmannahópinn í janúar og gætu rétt kaup hjálpað Postecoglou við að snúa genginu við.
Athugasemdir
banner
banner