Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. janúar 2021 12:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Montejo í þriðja sæti yfir þá markahæstu utan Spánar
Alvaro Montejo skoraði 15 mörk fyrir Þór síðasta sumar.
Alvaro Montejo skoraði 15 mörk fyrir Þór síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Alvaro Montejo skorar alltaf mörk fyrir Þór í Lengjudeildinni.

Montejo, sem er nýorðinn þrítugur, er búinn að spila fyrir Þór síðan 2018. Á þessum þremur tímabilum sem hann hefur spilað fyrir norðan, hefur hann skorað 40 mörk í 57 deildarleikjum.

Á síðustu leiktíð skoraði hann 14 mörk í 18 deildarleikjum en á Twitter-síðunni Migrantes del Balón eru teknir saman markahæstu Spánverjarnir sem eru að spila utan Spánar fyrir árið 2020. Þar er Montejo í þriðja sæti á eftir leikmönnum sem eru að spila í Gíbraltar og El Salvador.

Reyndar kemur fram á síðunni að Montejo hafi skorað 15 mörk á Íslandi 2020, en hann skoraði aðeins 14 að því er kemur fram á vefsíðu KSÍ.

Montejo er á listanum fyrir ofan leikmenn eins og Pablo Sarabia og Alvaro Montejo, en þeir eru auðvitað að spila í sterkari deildum.

Það er spurning hvað gerist hjá Alvaro fyrir næsta sumar. Hann hefur verið orðaður við Leikni Reykjavík sem leikur í Pepsi Max-deildinni á þessu ári. Hann er núna að spila með Union Adarve í spænsku D-deildinni og þar hefur hann skorað sjö mörk í átta deildarleikjum.


Athugasemdir
banner
banner