Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. janúar 2023 15:00
Elvar Geir Magnússon
Felix sagður með sérkennilegan persónuleika - „Mun ekki leysa vandamál Chelsea“
Felix í leik með portúgalska landsliðinu.
Felix í leik með portúgalska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Joao Felix er mikið til umræðu í spænskum fjölmiðlum en hann er á leið til Chelsea á lánssamningi frá Atletico Madrid. Javier Amaro íþróttafréttamaður í Madríd segir að Felix sé með „sérkennilegan persónuleika“.

„Joao var óánægður hjá Atletico. Hann var svo ungur þegar hann kom til félagsins og margir voru að segja honum að hann væri sá besti, þegar hann var ekki nálægt því," segir Amaro.

„Nú er hann að fara til Chelsea til að spila undir Graham Potter, í lið sem er í 10. sæti í ensku úrvalsdeildinni og er tíu stigum frá Meistaradeildarsætunum. Þar fær hann plássið sem hann krefst og frjálsræðið sem Diego Simeone gaf honum ekki."

„Það sem hann veit ekki enn er að í fótbolta spilar þú til að vinna. Það er ekki nóg að klobba andstæðinginn, og að skora í 3-0 sigri er ekki það sama og að skora 1-0. Atletico Madrid reyndist of stórt verkefni fyrir Joao Felix og klefinn átti í vandræðum með að höndla þennan sérkennilega perónuleika."

Felix ekki að fara að leysa vandamál Chelsea
Sparkspekingurinn Micah Richards segir að Chelsea þurfi meira en bara Joao Felix ef liðið ætlar að bæta sig á þessu tímabili, þeir þurfi alvöru 'níu' í fremstu víglínu.

„Ég hef fylgst vel með Felix í nokkurn tíma og hann getur spilað á bæðum köntunum eða fremstur. Hann hefur sjálfur sagt að hann vilji spila sem 'tía' eða sem annar sóknarmaður. Koma hans leysir ekki nein vandamál, liðið fær bara annan leikmann sem getur spilað stöðurnar hans Kai Havertz," segir Richards.
Athugasemdir
banner
banner
banner