Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England um helgina - Stórslagur í bikarnum
Arsenal mætir Manchester United á Emirates
Arsenal mætir Manchester United á Emirates
Mynd: Getty Images
Þriðja umferð enska bikarsins heldur áfram um helgina og er einn stórslagur á dagskrá.

Aston Villa og West Ham mætast í kvöld í úrvalsdeildarslag á Villa Park og þá spilar Wycombe við Portsmouth.

Á morgun mæta þeir Alfons Samspted og Willum Þór Willumsson með Birmingham gegn Lincoln City á meðan Arnór Sigurðsson og hans menn í Blackburn spila úti gegn Middlesbrough.

Hákon Rafn Valdimarsson og Guðlaugur Victor Pálsson eigast við í Lundúnum. Hákon gæti fengið tækifærið í marki Brentford og þá er spurning hvort Guðlaugur Victor verði í liði Plymouth.

Chelsea spilar við Morecambe og þá mætir Manchester City liði Salford City.

Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston spila við Charlton Athletic á Deepdale-leikvanginum.

Á sunnudag heldur umferðin áfram með mörgum frábærum leikjum. Arsenal og Manchester United er langstærsti slagur helgarinnar en liðin eigast við á Emirates. Tekst United að fylgja á eftir frábærri frammistöðu gegn Liverpool?

Benoný Breki Andrésson, sem er á mála hjá Stockport County, gæti þá spilað með liðinu gegn Crystal Palace. Hann kom til Stockport frá KR um áramótin.

Leikir helgarinnar:

Föstudagur:
19:45 Wycombe - Portsmouth
20:00 Aston Villa - West Ham

Laugardagur:
12:00 Birmingham - Lincoln City
12:00 Bristol City - Wolves
12:00 Middlesbrough - Blackburn
12:15 Liverpool - Accrington Stanley
14:00 Leicester - QPR
15:00 Bournemouth - West Brom
15:00 Brentford - Plymouth
15:00 Chelsea - Morecambe
15:00 Exeter - Oxford United
15:00 Norwich - Brighton
15:00 Nott. Forest - Luton
15:00 Preston NE - Charlton Athletic
15:00 Reading - Burnley
15:00 Sunderland - Stoke City
17:45 Leeds - Harrogate Town
17:45 Man City - Salford City
18:00 Coventry - Sheff Wed
18:00 Leyton Orient - Derby County
18:00 Mansfield Town - Wigan

Sunnudagur:
12:00 Hull City - Doncaster Rovers
12:30 Tamworth - Tottenham
15:00 Arsenal - Man Utd
15:00 Crystal Palace - Stockport
15:00 Ipswich Town - Bristol R.
15:00 Newcastle - Bromley
16:30 Southampton - Swansea
Athugasemdir
banner
banner