Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 10. febrúar 2024 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Að verða 16 ára og gæti byrjað í Þórsliðinu í sumar
Lengjudeildin
Mynd: Þór
Egill Orri Arnarsson er unglingalandsliðsmaður sem verður sextán ára í næsta mánuði.

Egill er samningsbundinn Þór en félög erlendis hafa augastað á kappanum og hefur hann t.a.m. í þrígang farið til Midtjylland og æft þar og einnig hefur verið fjallað um hann á reynslu hjá Bröndby og Torino á Ítalíu.

Egill á að baki fjórtán leiki fyrir yngri landsliðin, þar af sex fyrir U17.

Hann kom við sögu í einum leik með Þór í Lengjudeildinni í fyrra og var árið 2022 hluti af Íslandsmeistaraliði Þórs í 4. flokki.

Hrafnkell Freyr Ágústsson kom inn á Egil í Íþróttavikunni á 433.is þegar rætt var um Lengjudeildina. Rætt var um að Þór væri eitt af liðunum sem gæti farið upp úr deildinni.

„Þegar yngri landsliðin U15-U17 eru skoðuð þá eru eiginlega alltaf einhverjir frá Þór."

„Það er einn strákur sem hefur verið að spila svolítið í vetur, vinstri bakvörður. Hann er án gríns, án þess að vera að taka ungan strák og blása hann upp til skýjana, besti ungi vinstri bakvörður sem ég hef séð. Hann setti 'screamer' úr bakverðinum með U17. Hann gæti spilað þarna (í Þórsliðinu) í sumar,"
sagði Hrafnkell. Markið má sjá hér að neðan.

Rætt verður um Lengjudeildina í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem hefst klukkan 12:00 á X-977.


Athugasemdir
banner
banner
banner