Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   lau 10. febrúar 2024 19:32
Ívan Guðjón Baldursson
England: Bruno Guimaraes tryggði sigurinn í Nottingham
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Nottingham Forest 2 - 3 Newcastle
0-1 Bruno Guimaraes ('10 )
1-1 Anthony Elanga ('26 )
1-2 Fabian Schar ('43 )
2-2 Callum Hudson-Odoi ('45+6 )
2-3 Bruno Guimaraes ('66 )

Nottingham Forest tók á móti Newcastle United í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og úr varð hörkuviðureign.

Gestirnir frá Newcastle tóku forystuna í tvígang í fyrri hálfleik en alltaf tókst heimamönnum í Nottingham að jafna.

Bruno Guimaraes skoraði fyrsta mark leiksins en Anthony Elanga jafnaði metin í jöfnum fyrri hálfleik. Fabian Schär kom gestunum yfir á ný undir lok fyrri hálfleiks en Callum Hudson-Odoi tókst að jafna seint í uppbótartímanum.

Staðan var því 2-2 í leikhlé og ríkti áfram þokkalegt jafnræði með liðunum í síðari hálfleik, en leikmönnum tókst ekki að skapa góð færi.

Brasilíski miðjumaðurinn Guimaraes átti frábæran leik og skoraði sitt annað mark á 66. mínútu til að koma Newcastle yfir í þriðja sinn.

Það reyndist sigurmarkið þrátt fyrir tilraunir Forest, sem sköpuðu þó ekki mikla hættu.

Newcastle er í sjöunda sæti eftir þennan sigur, tveimur stigum eftir Manchester United í sjötta sætinu.

Nottingham Forest er áfram í fallbaráttu, aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 26 18 6 2 63 25 +38 60
2 Man City 26 18 5 3 59 26 +33 59
3 Arsenal 26 18 4 4 62 23 +39 58
4 Aston Villa 26 16 4 6 56 35 +21 52
5 Tottenham 25 14 5 6 52 38 +14 47
6 Man Utd 26 14 2 10 36 36 0 44
7 Brighton 26 10 9 7 49 41 +8 39
8 West Ham 26 11 6 9 40 46 -6 39
9 Wolves 26 11 5 10 40 40 0 38
10 Newcastle 26 11 4 11 54 45 +9 37
11 Chelsea 25 10 5 10 42 41 +1 35
12 Fulham 26 9 5 12 36 42 -6 32
13 Crystal Palace 26 7 7 12 31 44 -13 28
14 Bournemouth 25 7 7 11 33 47 -14 28
15 Everton 26 8 7 11 28 34 -6 25
16 Brentford 26 7 4 15 37 48 -11 25
17 Nott. Forest 26 6 6 14 34 48 -14 24
18 Luton 25 5 5 15 35 51 -16 20
19 Burnley 26 3 4 19 25 58 -33 13
20 Sheffield Utd 26 3 4 19 22 66 -44 13
Athugasemdir
banner
banner
banner