Guðlaugur Victor Pálsson var í gær hluti af mögnuðum sigri Plymouth gegn Liverpool í enska FA-bikarnum.
Plymouth, sem er á botni Championship-deildarinnar, vann þar stórkostlegan sigur gegn toppliði ensku úrvalsdeildarinnar.
Plymouth, sem er á botni Championship-deildarinnar, vann þar stórkostlegan sigur gegn toppliði ensku úrvalsdeildarinnar.
Guðlaugur Victor, sem var áður í unglingaliðum Liverpool, kom inn á í seinni hálfleik og hjálpaði Plymouth að landa sigrinum.
Innkoma Guðlaugs Victors vakti athygli í dönskum fjölmiðlum en á Tipsbladet er viðtal við íslenska landsliðsmanninn. Guðlaugur Victor lék áður með Esbjerg í Danmörku og því vakti þátttaka hans í leiknum athygli þar.
„Það var mjög sérstakt að ná í sigur gegn Liverpool. Fjölskylda mín var í stúkunni," segir Guðlaugur Victor sem er með númer 44 á bakinu, sama númer og fyrsta númerið hans hjá Liverpool.
Athugasemdir