Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 10:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þetta er sexan sem er á leið í Val - Fyrrum norskur meistari
Mynd: Rosenborg
Valur er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að krækja í norska miðjumanninn Marius Lundemo. Lundemo verður 31 árs í apríl en hann lék síðast með Lilleström í Noregi.

Hann er varnarsinnaður miðjumaður sem er samningslaus sem stendur. Á sínum ferli hefur hann leikið með uppeldisfélaginu Bærum, Lilleström, Rosenborg og APOEL. Valsmenn hafa að undanförnu verið í leit að varnarsinnuðum miðjumanni.

Hann varð norskur meistari með Rosenborg 2017 og vann tvöfalt með liðinu árið 2018. Hann á að baki 163 leiki í efstu deild í Noregi og í þeim leikjum hefur hann skorað ellefu mörk og lagt upp tíu. Á sínum tíma lék hann 13 leiki fyrir norsku yngri landsliðin.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Lundemo á leið til Spánar þar sem hann hittir Valsara í æfingaferð liðsins og fer í læknisskoðun.
Athugasemdir
banner
banner
banner