Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Þetta er spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Þurfum bara að fara lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
banner
   þri 10. apríl 2018 18:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysi ósáttur við spjaldið á Hörpu: Algjör þvæla
Icelandair
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er fjör í Fjöreyjum," sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, eftir 5-0 sigur á Færeyjum í undankeppni HM í dag.

Þrátt fyrir að leikurinn hafi endað 5-0 var hann langt frá því að vera gallalaus, sérstaklega var fyrri hálfleikurinn ekki nægilega góður.

„Sigurvegarar fyrri hálfleiksins voru Færeyjar. Þær spiluðu fínan varnarleik og voru fastar fyrir. Við vorum ekki klókar og ég gef þeim allt hrós fyrir," sagði Freyr.

„Við féllum í gildruna og vorum lélagar í fyrri hálfleik."

Lestu um leikinn: Færeyjar 0 -  5 Ísland

Staðan var 1-0 í hálfleik en eftir að fyrsta markið datt í seinni hálfleiknum var alveg ljóst í hvað stefndi í. Að lokum var þægilegur 4-0 sigur Íslands staðreynd.

„Ég var aldrei smeykur, ég var bara pirraður á köflum. Þetta var fagmannlega unnið en það eina sem ég er ósáttur við er spjaldið sem Harpa fékk. Það var algjör þvæla."

„Þetta getur skipt öllu máli fyrir okkur. Harpa er komin með tvö gul spjöld og ef þú færð þrjú ertu komin í bann. Það eru þrír leikir eftir og þetta er dýrt."

Harpa fékk spjaldið fyrir leikaraskap en í samtali við Fótbolta.net sagðist hún ekki „vera góð í að láta sig detta."

Ísland er í öðru sæti riðils síns, tveimur stigum á eftir Þýskalandi. Ísland á leik til góða á Þýskaland. Framundan í sumar og haust eru heimaleikir gegn Slóveníu, Þýskalandi og Tékklandi. Þessir leikir munu skera úr um það hvort Ísland fer á HM eða ekki en möguleikinn er klárlega til staðar og hefur sjaldan ef aldrei verið betri.

„Taflan lítur vel út og við erum í þeirri stöðu sem við vildum vera í. Okkur hlakkar til að koma heim og spila. Við spilum við Slóveníu fyrst og svo eru það allir Íslendingar í bátana og við klárum vondu karlana frá Þýskalandi," sagði Freyr að lokum.
Athugasemdir
banner
banner