Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
   mán 08. september 2025 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
París
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
Icelandair
Úr leiknum á Laugardalsvelli gegn Aserbaísjan.
Úr leiknum á Laugardalsvelli gegn Aserbaísjan.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leið vel með spyrnuna.
Leið vel með spyrnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland á erfitt verkefni fyrir höndum en liðið heimsækir Frakkland í 2. umferð í undankeppni HM 2026 á morgun. Fótbolti.net ræddi við landsliðsmanninn Kristian Nökkva Hlynsson í dag.

„Það verður mjög gaman að spila á móti þeim og sýna hverjir við erum. Við þurfum að halda í okkar leikskipulag, ef við gerum það þá getur alllt gerst," sagði Kristian.

Ísland vann öruggan sigur gegn Aserbaísjan í fyrsta leiknum á Laugardalsvelli fyrir helgi.

„Það er öðruvísi undirbúningur, við spilum allt öðruvísi en ef við náum að halda í okkar prinsipp náum við vonandi að gera eitthvað," sagði Kristian.

Kristian kom inn á sem varamaður gegn Aserbaísjan og skoraði beint úr aukaspyrnu.

„Það var gaman. Fyrsta skipti sem ég spila á Laugardalsvelli. Danni (Daníel Leó Grétarsson) vildi meina annað en það er ekki hægt að breyta því, þetta er skráð á mig," sagði Kristian léttur.

Sögusagnirnar ekki réttar
Kristian gekk til liðs við Twente frá Ajax í sumar. Hollenski miðillinn Telegraaf fjallaði um það að Kristian hafi verið meinað að æfa með Ajax fyrir skiptin.

„Ég vil spila. Ég er kominn í gott lið, mér fannst þetta rétt skref. Ég meiddist á undirbúningstímabilinu svo var ég byrjaður að vinna mig aftur inn í liðið, í fyrsta leiknum sem ég byrja meiðist ég aftur. Það er erfitt að komast inn í liðið aftur," sagði Kristian.

„Þjálfarinn og tæknilegur stjóri félagsins hringdu í mig og sögðu að það væri ekki rétt það sem kom fram um mig. Mér fannst kominn tími fyrir mig að skipta um lið."

Kristian er ánægður að vera kominn til Twente en á sama tíma þakklátur fyrir tímann sinn hjá Ajax.

„Ég vildi vera í Hollandi og Twente var búið að sýna áhuga fyrr um árið. Það er gott lið og þeir ætla sér mikið. Þetta er liðið mitt, kem þarna 16 ára og fer 21 árs. Þetta var geggjaður tími," sagði Kristian.
Athugasemdir
banner