Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
banner
   mið 10. apríl 2024 14:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jonathan Walters í stórt hlutverk hjá Stoke
Stoke tilkynnti í vikunni að Jonathan Walters væri mættur aftur til félagsins en þó ekki sem leikmaður. Hann hefur síðustu mánuði unnið sem aðstoðarmaður þjálfarans Steven Schumacher og er nú formlega tekinn við sem tæknilegur ráðgjafi (e. technical director).

Walters er fertugur og lék um árabil með Stoke. Hann lagði skóna á hilluna í mars 2019 þegar hann var hjá Burnley.

Walters lék á sínum ferli með Bolton, Hull, Wrexham, Chester, Ipswich, Stoke og svo Burnley.

Hann var hjá Stoke sem leikmaður á árunum 2010-2017. Þar skoraði hann 43 mörk í 226 deildarleikjum. Hann lék þá 54 landsleiki fyrir Írland og skoraði fjórtán mörk.

Stoke er sem stendur þremur stigum fyrir ofan fallsæti í Championship-deildinni. Liðið á leik gegn Swansea í kvöld.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 17 12 4 1 47 17 +30 40
2 Stoke City 17 9 3 5 25 12 +13 30
3 Middlesbrough 17 8 6 3 22 18 +4 30
4 Millwall 17 8 4 5 19 23 -4 28
5 Ipswich Town 16 7 6 3 28 16 +12 27
6 Preston NE 17 7 6 4 22 17 +5 27
7 Bristol City 17 7 5 5 25 20 +5 26
8 Derby County 17 7 5 5 24 23 +1 26
9 Birmingham 17 7 4 6 25 19 +6 25
10 Wrexham 17 6 7 4 22 19 +3 25
11 Hull City 17 7 4 6 28 29 -1 25
12 QPR 17 7 4 6 21 25 -4 25
13 Southampton 17 6 6 5 26 22 +4 24
14 Watford 17 6 6 5 23 21 +2 24
15 Leicester 17 6 6 5 20 20 0 24
16 Charlton Athletic 17 6 5 6 17 20 -3 23
17 West Brom 17 6 4 7 17 20 -3 22
18 Blackburn 16 6 1 9 16 21 -5 19
19 Swansea 17 4 5 8 16 24 -8 17
20 Portsmouth 17 4 5 8 15 24 -9 17
21 Sheffield Utd 17 5 1 11 17 26 -9 16
22 Oxford United 17 3 6 8 18 24 -6 15
23 Norwich 17 2 4 11 16 28 -12 10
24 Sheff Wed 17 1 5 11 12 33 -21 -4
Athugasemdir
banner
banner