Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 10. maí 2021 14:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Brescia og Venezia í umspilið - Bjarki Steinn lék allan leikinn
Bjarki Steinn á U21 landsliðsæfingu í Ungverjalandi
Bjarki Steinn á U21 landsliðsæfingu í Ungverjalandi
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brescia tryggði sér í dag sæti í umspili um laust sæti í ítölsku Serie A. Birkir Bjarnason lék fyrstu 79 mínúturnar í 0-2 útisigri gegn Monza í Serie B.

Mörkin komu í seinni hálfleik en Brescia þurfti að vinna til að komast í umspilið.

Venezia verður einnig í umspilinu en stóru fréttirnar úr leik liðsins gegn Cittadella eru þær að Bjarki Steinn Bjarkason var í byrjunarliði Venezia og spilaði allan leikinn.

Bjarki hefur lítið spilað á leiktíðinni, þetta voru hans aðrar níutíu mínútur í deildinni og hans fyrstu mínútur frá því í mars.

Venezia endaði í 5. sæti deildarinnar og mætir Chievo á heimavelli í 8. liða úrslitum (fyrstu umferð) umspilsins. Sex lið taka þátt í umspilinu en efstu tvö liðin sitja hjá í fyrstu umferð.

Brescia mætir Cittadella á útivelli. Í fyrstu umferð dugir heimaliðinu jafntefli til að fara áfram. Sigurliðin mæta svo Monza og Lecce í undanúrslitunum.

Empoli og Salernitana fara beint upp í Serie A.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner