Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. maí 2022 12:15
Elvar Geir Magnússon
Ferdinand vill að Man Utd banni Rangnick að veita viðtöl
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand hefur kallað eftir því að Manchester United hleypi bráðabirgðastjóranum Ralf Rangnick ekki í fleiri viðtöl eða á fréttamannafundi.

United á aðeins einn leik eftir undir stjórn Rangnick en hann náði ekki að koma liðinu á það skrið sem vonast var eftir.

Rangnick hefur verið ótrúlega opinn og hreinskilinn á fréttamannafundum þegar hann talar um vandamál félagsins og frammistöðu liðsins.

Margir stuðningsmenn eru ánægðir með hreinskilnina en Ferdinand telur að Rangnick hafi gengið of langt.

„Ég er ekki hlynntur því hvernig hann viðrar óhreina þvottinn fyrir framan almenning þegar hann er enn í stjórasætinu. Stuðningsmenn vilja fá smá innsýn en hann er að gefa upplýsingar sem ættu ekki að vera opinberar," segir Ferdinand.

„Þú ert enn í starfinu, slakaðu á og sýndu fólkinu kringum þig virðingu. Hann á að vinna bak við tjöldin en eins og ég hef talað um áður er hann að fría sig ábyrgð. Hann verður að taka ábyrgð á því að liðið hefur versnað eftir að hann tók við."

„Hann var fenginn inn til að koma liðinu í Meistaradeildina en það mistókst. Svo er hann að benda í allar áttir og kenna öðrum um. Mér finnst það ósmekklegt," segir Ferdinand.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner