Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 10. maí 2022 23:25
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola svarar Evra - „Kannski er hann að reyna að fá vinnu hjá Man Utd"
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: EPA
Guardiola segir að Evra gæti kannski verið að segja þetta til að fá vinnu hjá Man Utd
Guardiola segir að Evra gæti kannski verið að segja þetta til að fá vinnu hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, svaraði ummælum sem Patrice Evra lét falla á Amazon Prime Video á dögunum en hann sagði lið hans karakterslaus.

Evra benti á það að Man City vantaði leiðtoga í liðið en það væri hins vegar ástæða fyrir því að Guardiola væri ekki með slíkan mann í herbúðum sínum.

Þessi fyrrum landsliðsmaður Frakklands sagði að Guardiola vildi stjórna öllu og vera eini leiðtoginn í hópnum.

„Manchester City þarf leiðtoga en Guardiola vill ekki fá leiðtoga eða persónuleika. Hann er leiðtoginn. Þannig þegar liðið er í vandræðum inni á velli þá vilja þeir ekki eða hafa ekki einhvern á vellinum til að hjálpa þeim. Hann velur liðin sín þannig og getur ekki þjálfað leikmenn sem eru með karakter. Hann gerði það hjá Barcelona og byggir lið sín þannig hann geti stjórnað öllum. Þegar eitthvað fer úrskeiðis þá er það útaf ákvörðununum sem hann tekur," sagði Evra á Amazon Prime Video.

Guardiola svaraði þessum ummælum hans við Manchester Evening News og skilur ekki alveg hvaðan Evra fær þetta.

„Vil ég ekki hafa karaktera í mínu liði? Jæja, ég er ekki sammála Patrice. Ég spila ekki leikinn. Ég þarf að hafa karaktera og góða leikmenn til að spila á vellinum. Ég las ekki þessi ummæli eða það sem hann sagði. Ég hef haft ótrúlega leikmenn í gegnum ferilinn hjá Barcelona, Bayern og svo hér. Ég gæti búið til góðan lista með leikmönnum sem hafa persónuleika og karakter."

„Flestir af þeim hafa unnið HM, EM, Meistaradeildina og aðrar deildir. Kannski er Evra bara að segja þetta til þess að fá vinnu hjá Manchester United. Núna er líklega ágætis möguleiki á því. Patrice ef þú værir með mér hérna þá myndi ég sýna þér persónuleikann og karakterinn hjá leikmönnunum sem eru hérna, það er klárt,"
sagði Guardiola við Manchester Evening News.


Athugasemdir
banner
banner