Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 20:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Lamine Yamal, þú ert skrímsli"
Lamine Yamal tekur Alessandro Bastoni á
Lamine Yamal tekur Alessandro Bastoni á
Mynd: EPA
Alessandro Bastoni, varnarmaður Inter, hrósaði Lamine Yamal, ungstirni Barcelona, í hástert eftir leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Inter er komið í úrslit eftir ótrúlegt einvígi gegn Barcelona en fyrri leiknum lauk með 3-3 jafntefli og Inter vann á heimavelli 4-3 eftir framlengingu þar sem liðið jafnaði metin í uppbótatíma.

Bastoni skrifaði færslu á Instagram í dag og hrósaði Yamal. Ungstirnið skoraði í fyrri leiknum og átti frábæran leik á þriðjudaginn.

„Ég er fyrst núna að átta mig á þessu ótrúlega afreki sem við náðum á þriðjudaginn. Við lögðum gríðarlega mikið á okkur á vellinum og það var allt endurgoldið, og meira til, með ógleymanlegri orku aðdáenda okkar," skrifaði Bastoni.

„Virðing á andstæðingana, þeir sýndu ótrúlegan styrk og hjarta. Ég vil nefna skelfilega góðan dreng. Lamine Yamal, þú ert skrímsli."



Athugasemdir
banner