
„Alltaf erfitt að koma hingað og spila er mjög ánægð að hafa unnið þennan leik," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem skoraði tvennu í stórsigri Breiðabliks gegn Tindastóli í dag.
Lestu um leikinn: Tindastóll 1 - 5 Breiðablik
Annað mark hennar í dag var fimmta mark hennar á tímabilinu. Á þei tímapunkti jafnaði hún markafjölda Vals á tímablinu og var minnst á það við hana í viðtalinu. Berglind gekk til liðs við Breiðablik frá Val í vetur.
„Það er alltaf gaman að skora," sagði Berglind Björg og brosti.
Næsti leikur Breiðabliks er gegn FHL á útivelli í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins á sunnudaginn.
„Alltaf gaman að fara austur og við stefnum á að taka (sigur) þar. Þetta eru lang skemmtilegustu leikirnir, er gríðarlega spennt," sagði Berglind Björg.
Athugasemdir