Mál málanna í dag er burstamálið svokallaða, en uppþvottabursta var beint að Emre, fyrirliða Tyrklands, á Keflavíkurflugvelli í gær.
Ísland spilar við Tyrkland í undankeppni EM á morgun. Tyrknesku landsliðsmennirnir lentu í Keflavík í gær og voru þeir ósáttir með það hversu lengi þeir þurftu að bíða á flugvellinum. Þeir þurftu að fara í gegnum vegabréfaskoðun og öryggisleit þar sem þeir voru að koma frá óvottuðum flugvelli í Konya.
Leikmenn Tyrklands lýstu yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum og skapaði það mikla reiði á meðal stuðningsmanna. Þá er einnig mikil reiði vegna þess að einhver einstaklingur beindi þvottabursta að Emre þegar hann var að ræða við fjölmiðlamenn í Leifsstöð.
Fjölmiðlamaðurinn Ragıp Soylu lýsir atvikinu með uppþvottaburstann sem rasísku.
Það er fjallað um málið í Nútímanum í dag. Þar segir:
„Ástæða þess að Tyrkir reiðast svo yfir annars saklausum hrekk, er vegna þess að sambærilegir burstar eins og sjást í myndbandinu eru nefndir á ensku 'Turk’s Head Brush' og er orðið notað yfir Tyrki í rasískum, niðrandi tilgangi."
Sá sem var með uppþvottaburstann er ekki enn fundinn. Ekki er vitað til þess að þetta hafi verið Íslendingur.
Weird stuff.
— Ragıp Soylu (@ragipsoylu) June 9, 2019
Iceland keeps Turkish national football team in detention at airport for three hours, citing security concerns.
Once the team is in, a supposedly Iceland citizen, who poses like a journalist, points a toilet brush to a prominent player like it is mic.
Racist pic.twitter.com/ovtjjBZROH
Athugasemdir