Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. júní 2021 20:25
Victor Pálsson
Mourinho ein af fyrirmyndum Fonseca
Mynd: Getty Images
Paulo Fonseca, verðandi stjóri Tottenham, er mikill aðdáandi Jose Mourinho sem var rekinn frá enska félaginu fyrr á þessu ári.

Mourinho hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Roma en það er einmitt síðasta lið Fonseca. Þeir eru báðir frá Portúgal og hafa þjálfað Porto þar í landi.

Fonseca er lang líklegastur til að taka við Tottenham en búist er við að þessi ráðning verði staðfest mjög bráðlega.

Mourinho er eina af fyrirmyndum Fonseca en hann var rekinn frá Tottenham þann 19. apríl eftir að hafa tekið við liðinu 2019.

„Jose var svo mikilvægur því hann yfirgaf landið og náði svo góðum árangri. Hann breytti því hvernig fólk horfir á okkar þjálfara," sagði Fonseca en Mourinho hefur unnið fjölmarga titla á sínum ferli.

Eftir ráðningu Roma á Mourinho þá tjáði Fonseca sig einnig um landa sinn.

„Mourinho er frábær stjóri, allir vita það. Ég er viss um að hann muni ná góðum árangri hér."
Athugasemdir
banner
banner
banner