Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mán 10. júní 2024 22:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stefán Teitur svekktur að skora ekki - „Tekur þetta með litla puttanum"
Icelandair
Stefán Teitur lætur skotið ríða af.
Stefán Teitur lætur skotið ríða af.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Boltinn hamraðist í stöngina.
Boltinn hamraðist í stöngina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stefán Teitur Þórðarson leikmaður íslenska landsliðsins var að vonum svekktur með tapið gegn Hollandi í kvöld.


Lestu um leikinn: Holland 4 -  0 Ísland

„Þeir voru ákveðnari fram á við (en England), fleiri hlaup á bakvið línurnar og fundu mikið af plássi á bakvið bakverðina, þeir eru með mjög hraða leikmenn þar sem gerðu okkur erfitt fyrir og við náðum ekki að leysa það og þeir refsa á þessu stigi," sagði Stefán Teitur.

Stefán kom inn á sem varamaður í hálfleik.

„Mér leið vel. Ég var sáttur með mína innkomu sérstaklega á boltann. Ég var óhræddur að fá hann og reyna að finna spil en eins og allt liðið þá eigum við að gera betur í skyndisóknum," sagði Stefán Teitur.

Hann átti bestu tilraun íslenska liðsins þegar skot hans af löngu færi fór í stöngina.

„Ég var að skoða það, hann tekur hann með litla puttanum. Ég er búinn að gera þetta mikið í Superligunni. Þetta var fínt skot en ég var óheppinn," sagði Stefán Teitur.

Stefán var ánægður með þessa tvo leiki gegn Englandi og Hollaandi.

„Þetta var flottur gluggi heilt yfir. Frábær sigur á Englandi og margir spilkaflar hér sem voru flottir. Við tökum allt það góða með okkur, það er klárt að við séum að taka skrefið í rétta átt."


Athugasemdir