Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. júlí 2020 12:57
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 Sport 
Kiddi Jak: Rétt hjá Ívari að dæma víti á Damir
Damir í leiknum gegn FH.
Damir í leiknum gegn FH.
Mynd: Hulda Margrét
Kristinn Jakobsson, fyrrum FIFA-dómari, segir að Ívar Orri Kristjánsson dómari hafi gert rétt með því að dæma vítaspyrnu á Damir Muminovic, varnarmann Breiðabliks, í leiknum gegn FH.

FH jafnaði 3-3 úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Damir fór í tæklingu í teignum. Það urðu svo lokatölur leiksins.

Þórir Jóhann Helgason stökk upp úr tæklingunni og það var engin snerting. Þrátt fyrir það segir Kristinn að um brot hafi verið að ræða.

„Það stendur skýrt í knattspyrnulögunum að 'fella', 'bregða' eða 'gera tilraun til að bregða' er sami ásetningur og niðurstaðan á að vera sú sama," segir Kristinn.

Hann var gestur í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi og fór yfir nokkur umdeild atriði með Gumma Ben.

„Þarna kemur Damir á 300 kílómetra hraða og það er ekki gott að fá það í ökklann á sér. Þórir er að verja sjálfan sig með því að stíga upp úr þessari tæklingu og því missir hann af upplögðu marktækifæri."

„Dómarinn gerði hárrétt í þessu atviki að mínu mati."

Atvikið má sjá eftir 4:50 í meðfylgjandi myndbandi.


Athugasemdir
banner
banner