Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 10. júlí 2020 23:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmaður Berserkja kallaður apaköttur og sagt að fara heim til Namibíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Jökull í leik með Haukum árið 2016.
Gunnar Jökull í leik með Haukum árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fyrr í kvöld var greint frá því að leikmaður Berserkja hafði orðið fyrir kynþáttafordómum frá leikmanni Skallagríms í leik liðanna í 4. deildinni.

Sjá einnig:
Leikmaður Berserkja varð fyrir kynþáttafordómum í kvöld

Fótbolti.net hafði samband við Viktor Huga Henttinen, aðstoðarþjálfara Berserkja, og spurði hann út í málið.

„Ég var á hliðarlínunni og var því ekki í hitanum en það sem strákarnir segja mér og vinir okkar í Skallagrími eru sammála okkur þá varð smá hiti og einhverjar tæklingar. Í kjölfarið snýr leikmaður númer fimmtán í Skallagrími [Atli Steinar Ingason] sér við og segir 'drullastu heim til Namibíu' við Gunnar Jökul Johns, leikmann okkar," sagði Viktor.

„Kormákur [Marðarson] leikmaður okkar, hafði heyrt fimm mínútum áður, sama einstakling [númer 15] kalla Gunnar 'apakött'. Kormákur spurði númer 15 hvað kallaðiru hann og hann endurtók 'apaköttur'. Þetta er leiðinlegt mál."

Twana Khalid Ahmad var dómari leiksins og talaði hann ensku við leikmenn í leiknum. Hann skildi því ekki hvað fór fram á milli leikmanna. Atvikið átti sér stað í byrjun seinni hálfleiks í leiknum.

„Þetta gerist beint fyrir framan hann og strákarnir í mínu liði fara beint að honum og spyrja hvort hann hafi heyrt hvað var sagt. Hann talaði ekki íslensku. Ég talaði við línuvörðinn og spurði hvort þetta færi í skýrslu. Hann var langt frá þessu eins og ég en út frá viðbrögðum leikmanna þá var skýrt að eitthvað kom upp á," bætti Viktor við.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá voru mikil fundarhöld í dómaraherberginu eftir leikinn í kvöld. Leikmaður númer fimmtán var tekinn af velli á 55. mínútu, strax eftir seinna atvikið.
Athugasemdir
banner
banner