Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 10. júlí 2021 23:30
Victor Pálsson
„Kane getur sagt þeim að fara til fjandans"
Mynd: EPA
Harry Kane getur sagt eigin gagnrýnendum að fara til fjandans að sögn fyrrum framherja Tottenham, Dimitar Berbatov.

Kane var harðlega gagnrýndur í fyrstu leikjum Englands á HM en hefur svarað vel fyrir sig í útsláttarkeppninni og er með fjögur mörk.

England er eins og flestir vita komið í úrslitaleikinn og spilar við Ítalíu á morgun í leiknum sem skiptir öllu máli.

„Kane hefur verið frábær í útsláttarkeppninni. Hann fékk gagnrýni í riðlakeppninni en getur nú sagt þeim gagnrýnendum að fara til fjandans," sagði Berbatov.

„Frábærir leikmenn upplifa bæði góða og slæma tíma. Þegar hann skoraði ekki þá gerði hann samt sitt fyrir liðið. Nú eru mörkin að koma."

„Pressan að skora úr vítinu gegn Dönum var gríðarleg. Það er ekki hægt að ímynda sér þá tilfinningu þar sem þú berð heila þjóð á herðunum."

„Þetta var ekki frábær spyrna en heppnin var með honum," bætti Berbatov við en Kane náði frákastinu í undanúrslitaleiknum og skoraði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner