Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
   sun 10. júlí 2022 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berglind um vítið: Þetta eru bestu liðsfélagar í heimi
Icelandair
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrstu viðbrögð núna er að þetta er fúlt. Við hefðum klárlega getað klárað þenna leik," sagði sóknarmaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður Íslands, eftir jafntefli gegn Belgíu eftir fyrsta leik á EM.

„Þetta er enginn heimsendir samt."

Lestu um leikinn: Belgía 1 -  1 Ísland

Berglind klikkaði á vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum. „Ég ætlaði að setja boltann í netið og það gekk ekki upp í dag."

Leikmenn Ísland fóru beint upp að Berglindi og hughreystu hana eftir vítaspyrnuna. „Þetta eru bestu liðsfélagar í heimi. Þær eru frábærar."

Berglind svaraði vel í seinni hálfleiknum, með því að skora fyrsta mark Íslands á mótinu. „Ég sagði í hálfleik að ég ætlaði að bæta upp fyrir þetta. Það gerðist og það er geggjað."

Móðir Berglindar er sextug í dag og hún var í stúkunni. „Það hefði verið geggjað að gefa henni sigur í afmælisgjöf, en jafntefli og mark frá dóttur sinni - hún hlýtur að fara sátt að sofa."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner