
„Fyrstu viðbrögð núna er að þetta er fúlt. Við hefðum klárlega getað klárað þenna leik," sagði sóknarmaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður Íslands, eftir jafntefli gegn Belgíu eftir fyrsta leik á EM.
„Þetta er enginn heimsendir samt."
„Þetta er enginn heimsendir samt."
Lestu um leikinn: Belgía 1 - 1 Ísland
Berglind klikkaði á vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum. „Ég ætlaði að setja boltann í netið og það gekk ekki upp í dag."
Leikmenn Ísland fóru beint upp að Berglindi og hughreystu hana eftir vítaspyrnuna. „Þetta eru bestu liðsfélagar í heimi. Þær eru frábærar."
Berglind svaraði vel í seinni hálfleiknum, með því að skora fyrsta mark Íslands á mótinu. „Ég sagði í hálfleik að ég ætlaði að bæta upp fyrir þetta. Það gerðist og það er geggjað."
Móðir Berglindar er sextug í dag og hún var í stúkunni. „Það hefði verið geggjað að gefa henni sigur í afmælisgjöf, en jafntefli og mark frá dóttur sinni - hún hlýtur að fara sátt að sofa."
Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir