Vilhjálmur Sigmundsson, þjálfari Völsungs, var ekki upplitsdjarfur eftir leik liðsins gegn Þrótti í dag. Völsungur tapaði enn einum leiknum, nú 3-0.
,,Þetta var af okkar hálfu ekki nógu gott. Við byrjuðum passífir til baka og ætluðum að þreyfa aðeins fyrir okkur. Eftir við fenguð markið á okkur þá lendum við undir mikilli pressu og Þróttararnir bara miklu betri. Við hættum ekki fyrr en á síðustu mínútu, það er það jákvæða," sagði Vilhjálmur.
Er komið vonleysi í hópinn? ,,Auðvitað er erfitt að segja eftir tapleik að allt sé í blússandi gleði. Neinei, það er ekki vonleysi. Við erum að horfa á hvern leik fyrir sig, ekki vera horfa mikið á töfluna. Taflan lítur mjög illa út fyrir okkur og hefur gert í töluverðan tíma. Bara reyna halda hausnum uppi og klára mótið með sæmd."
,,Ég get ekki svarað til hvernig andinn var í hópnum áður en ég kom að þessu þrátt fyrir að við Dragan(Stojanovic fyrrum þjálfari Völsungs) hefði verið í ágætis sambandi þó ég hefði ekki verið búinn að starfa með honum í sumar. Það er ágætur andi í hópnum í dag, það er ekkert vesen. Við erum bara tapa inná vellinum, það er fínn andi á æfingum og fínn andi í rútunni á leiðinni í leiki, en við erum undir á vellinum."
,,Við erum ekki búnir að gefast upp. Það er næsti leikur heima á móti Grindavík, eigum við ekki að segja að sigurinn komi þá?
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan, en þar sem Vilhjálmur ræðir m.a. um viðbrögð út í dómara og næsta leik.
Athugasemdir