Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
   lau 10. ágúst 2024 19:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gunnar Heiðar: Þessi mörk ótrúlega barnaleg og auðveld
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fúlt, virkilega súrt," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir jafntefli gegn Þór á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  2 Njarðvík

„Mér fannst við vera með algjört 'control' á þessum leik. Í stöðunni 2-0 eigum við að fá víti þar sem útielikamður þeirra ver boltann með hendinni en við fengum ekki neitt. Eftir það missum við tempóið og Þórsarar fá blóð á tennurnar."

Þór minnkaði muninn úr vítaspyrnu og jafnaði síðan metin þegar Vilhelm Ottó Biering Ottósson skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Aroni Einari Gunnarssyni.

„Bæði þessi mörk þeirra eru ótrúlega barnaleg og auðveld. Svo veit ég ekki hvort hann hafi verið fyrir innan eða ekki en við eigum ekki að fara út með löppina ef við erum ekki klárir að ná í boltann. Svo kemur hár bolti frá hægri og hann dettur á hausinn á einum og hann skallar inn. Ég á erfitt með svona mörk, það er auðvelt að koma í veg fyrir þetta."

Þór byrjaði leikinn gríðarlega vel en Njarðvík komst yfir með tveimur mörkum snemma í síðari hálfleik.

„Við vissum alveg hvað við þurftum að gera til að vinna Þór. Það er rétt að þeir byrjuðu mjög vel, mikið í gangi, Aron Einar að koma heim og ég veit ekki hvað og hvað, kannski fengu þeir blóð á tennurnar við það. Í mínum huga byrjum við svo að stýra þessu. VIð vorum að komast í góðar stöður í fyrri hálfleik til að skora, við töluðum um það í hálfleik hverju við þurftum að breyta, við gerðum það strax og það varð til þess að við skorum tvö mörk," sagði Gunnar Heiðar.

„VIð hefðum átt að fá víti í stöðunni 2-0 og þá er 3-0 og leikurinn búinn en við fengum það ekki og hleypum þeim inn í þetta og úr verður bara eitt stig hérna fyrir norðan sem mér finnst helvíti dýrt að missa."


Athugasemdir
banner
banner
banner