Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   lau 10. ágúst 2024 19:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gunnar Heiðar: Þessi mörk ótrúlega barnaleg og auðveld
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fúlt, virkilega súrt," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir jafntefli gegn Þór á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  2 Njarðvík

„Mér fannst við vera með algjört 'control' á þessum leik. Í stöðunni 2-0 eigum við að fá víti þar sem útielikamður þeirra ver boltann með hendinni en við fengum ekki neitt. Eftir það missum við tempóið og Þórsarar fá blóð á tennurnar."

Þór minnkaði muninn úr vítaspyrnu og jafnaði síðan metin þegar Vilhelm Ottó Biering Ottósson skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Aroni Einari Gunnarssyni.

„Bæði þessi mörk þeirra eru ótrúlega barnaleg og auðveld. Svo veit ég ekki hvort hann hafi verið fyrir innan eða ekki en við eigum ekki að fara út með löppina ef við erum ekki klárir að ná í boltann. Svo kemur hár bolti frá hægri og hann dettur á hausinn á einum og hann skallar inn. Ég á erfitt með svona mörk, það er auðvelt að koma í veg fyrir þetta."

Þór byrjaði leikinn gríðarlega vel en Njarðvík komst yfir með tveimur mörkum snemma í síðari hálfleik.

„Við vissum alveg hvað við þurftum að gera til að vinna Þór. Það er rétt að þeir byrjuðu mjög vel, mikið í gangi, Aron Einar að koma heim og ég veit ekki hvað og hvað, kannski fengu þeir blóð á tennurnar við það. Í mínum huga byrjum við svo að stýra þessu. VIð vorum að komast í góðar stöður í fyrri hálfleik til að skora, við töluðum um það í hálfleik hverju við þurftum að breyta, við gerðum það strax og það varð til þess að við skorum tvö mörk," sagði Gunnar Heiðar.

„VIð hefðum átt að fá víti í stöðunni 2-0 og þá er 3-0 og leikurinn búinn en við fengum það ekki og hleypum þeim inn í þetta og úr verður bara eitt stig hérna fyrir norðan sem mér finnst helvíti dýrt að missa."


Athugasemdir
banner
banner