Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   lau 10. ágúst 2024 19:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gunnar Heiðar: Þessi mörk ótrúlega barnaleg og auðveld
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fúlt, virkilega súrt," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir jafntefli gegn Þór á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  2 Njarðvík

„Mér fannst við vera með algjört 'control' á þessum leik. Í stöðunni 2-0 eigum við að fá víti þar sem útielikamður þeirra ver boltann með hendinni en við fengum ekki neitt. Eftir það missum við tempóið og Þórsarar fá blóð á tennurnar."

Þór minnkaði muninn úr vítaspyrnu og jafnaði síðan metin þegar Vilhelm Ottó Biering Ottósson skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Aroni Einari Gunnarssyni.

„Bæði þessi mörk þeirra eru ótrúlega barnaleg og auðveld. Svo veit ég ekki hvort hann hafi verið fyrir innan eða ekki en við eigum ekki að fara út með löppina ef við erum ekki klárir að ná í boltann. Svo kemur hár bolti frá hægri og hann dettur á hausinn á einum og hann skallar inn. Ég á erfitt með svona mörk, það er auðvelt að koma í veg fyrir þetta."

Þór byrjaði leikinn gríðarlega vel en Njarðvík komst yfir með tveimur mörkum snemma í síðari hálfleik.

„Við vissum alveg hvað við þurftum að gera til að vinna Þór. Það er rétt að þeir byrjuðu mjög vel, mikið í gangi, Aron Einar að koma heim og ég veit ekki hvað og hvað, kannski fengu þeir blóð á tennurnar við það. Í mínum huga byrjum við svo að stýra þessu. VIð vorum að komast í góðar stöður í fyrri hálfleik til að skora, við töluðum um það í hálfleik hverju við þurftum að breyta, við gerðum það strax og það varð til þess að við skorum tvö mörk," sagði Gunnar Heiðar.

„VIð hefðum átt að fá víti í stöðunni 2-0 og þá er 3-0 og leikurinn búinn en við fengum það ekki og hleypum þeim inn í þetta og úr verður bara eitt stig hérna fyrir norðan sem mér finnst helvíti dýrt að missa."


Athugasemdir