Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   lau 10. ágúst 2024 15:12
Ívan Guðjón Baldursson
Vestri fær miðjumann frá Álaborg (Staðfest)
Mynd: Vestri
Vestri er í harðri fallbaráttu í Bestu deild karla og var að bæta dönskum miðjumanni við leikmannahópinn sinn.

Sá heitir Jeppe Pedersen og er 23 ára gamall. Hann kemur úr röðum AaB, sem leikur í efstu deild danska boltans. Hann hefur komið við sögu í 8 leikjum með Álaborg í efstu deild en hefur einnig leikið á láni hjá Skive, Vendsyssel og Kolding í næstefstu deild og á þar yfir 50 leiki að baki.

Jeppe þótti gífurlega mikið efni á yngri árum og lék 32 leiki fyrir yngri landslið Dana. Hann skoraði tvö mörk í þremur leikjum með U19 liðinu 2019 en hefur ekki spilað fyrir Danmörku síðan.

Jeppe gerir eins og hálfs árs samning við Vestra sem gildir út næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner