Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   lau 10. ágúst 2024 15:12
Ívan Guðjón Baldursson
Vestri fær miðjumann frá Álaborg (Staðfest)
Mynd: Vestri
Vestri er í harðri fallbaráttu í Bestu deild karla og var að bæta dönskum miðjumanni við leikmannahópinn sinn.

Sá heitir Jeppe Pedersen og er 23 ára gamall. Hann kemur úr röðum AaB, sem leikur í efstu deild danska boltans. Hann hefur komið við sögu í 8 leikjum með Álaborg í efstu deild en hefur einnig leikið á láni hjá Skive, Vendsyssel og Kolding í næstefstu deild og á þar yfir 50 leiki að baki.

Jeppe þótti gífurlega mikið efni á yngri árum og lék 32 leiki fyrir yngri landslið Dana. Hann skoraði tvö mörk í þremur leikjum með U19 liðinu 2019 en hefur ekki spilað fyrir Danmörku síðan.

Jeppe gerir eins og hálfs árs samning við Vestra sem gildir út næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner