Vestri er í harðri fallbaráttu í Bestu deild karla og var að bæta dönskum miðjumanni við leikmannahópinn sinn.
Sá heitir Jeppe Pedersen og er 23 ára gamall. Hann kemur úr röðum AaB, sem leikur í efstu deild danska boltans. Hann hefur komið við sögu í 8 leikjum með Álaborg í efstu deild en hefur einnig leikið á láni hjá Skive, Vendsyssel og Kolding í næstefstu deild og á þar yfir 50 leiki að baki.
Jeppe þótti gífurlega mikið efni á yngri árum og lék 32 leiki fyrir yngri landslið Dana. Hann skoraði tvö mörk í þremur leikjum með U19 liðinu 2019 en hefur ekki spilað fyrir Danmörku síðan.
Jeppe gerir eins og hálfs árs samning við Vestra sem gildir út næstu leiktíð.
Athugasemdir