Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
„Þegar það rignir þá hellirignir“
Hemmi: Sex leikir eftir og allt eins og það á að vera
Einar Guðna: Ætla ekki að lasta þá sem voru á undan mér eða hefja mig upp
Addi Grétars: Held þetta hafi verið eina skotið þeirra á markið í seinni
Þórdís Elva: Ekkert að hugsa um atvinnumenskuna
Siggi Höskulds: Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu
   sun 10. ágúst 2025 18:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri vann dramatískan endurkomusigur gegn Fram á Ísafirði í dag. Fótbolti.net ræddi við Davíð Smára Lamude, þjálfara Vestra, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Vestri 3 -  2 Fram

„Tilfinningin eftir leikinn er algjörlega frábær. Við lendum tvisvar undir og sýndum gríðarlega mikinn karakter, vinnusemi og vilja. Í fyrri hálfleik var eitthvað orkuleysi í okkur og jafnvel Frömurum líka."

„Á einhverjum kafla í fyrri hálfleik var þetta ekki hálf skemmtilegt á að horfa en heilt yfir ótrúlega skemmtilegur leikur, mikið af færum. Mér leið eins og það hafi verið 15 skot á bæði mörkin. Framararnir fá urmul af hornspyrnum og við þurftum að verjast vel. Ég er svolítið ósáttur með mörkin sem við fáum á okkur, voru pínu ódýr, allavega annað markið."

Vestri mætir Stjörnunni í næstu umferð. Vestri er í 4. sæti með einu stigi meira en Stjarnan sem á leik til góða gegn Víkingi á eftir.

„Nánast hver einasti leikur í þessari deild spilast eins og úrslitaleikur í bikar því það er mikið undir og einn sigur kemur liðunum á þægilegri stað og eitt tap kemur þeim aftur á móti í gríðarlega óþægilega stöðu. Við sáum það á leiknum í dag að spennustigið var hátt. Það orsakaðist í gæðum leiksins á köflum. Heilt yfir ótrúlega skemmtilegur leikur og gaman að það sé mikið undir. Skemmtilegt uppsetning á mótinu þegar þetta er svona, sérstaklega þegar deildin er svona jöfn," sagði Davíð Smári.
Athugasemdir
banner
banner