Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 17:27
Ívan Guðjón Baldursson
Henderson: Merkileg stund í sögu félagsins
Henderson var hetjan gegn Liverpool.
Henderson var hetjan gegn Liverpool.
Mynd: EPA
Dean Henderson var kátur eftir að hafa hjálpað Crystal Palace að sigra Liverpool í úrslitaleiknum um Samfélagsskjöldinn í dag.

Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma svo grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Henderson gerði sér lítið fyrir og varði tvær spyrnur í vítakeppninni og skaut Mohamed Salah sinni spyrnu yfir markið. Palace vann því vítakeppnina og hampaði sjaldgæfum titli.

„Þetta er tilfinningarússíbani. Þjálfarinn sagði að við myndum fá færi í seinni hálfleik og við héldum í trúnna. Þegar allt kemur til alls þá áttum við skilið að vinna þennan leik," sagði Henderson við myndavélarnar eftir lokaflautið.

„Við lögðum inn mikla vinnu fyrir vítakeppnina og ég vil þakka þjálfarateyminu fyrir frábæran undirbúning á bakvið tjöldin.

„Það er ótrúlegt að sigra gegn Liverpool í úrslitaleik. Það bjuggust flestir við að þeir myndu sigra okkur þar sem þeir eru með ótrúlega leikmenn innanborðs og mjög sterka liðsheild. Núna höfum við unnið tvo titla á þremur mánuðum, þetta er merkileg stund í sögu félagsins."

Athugasemdir
banner
banner