Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 16:39
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea skoraði fjögur gegn AC Milan
Mynd: Chelsea
Chelsea 4 - 1 AC Milan
1-0 Andrei Coubis ('5, sjálfsmark)
2-0 Joao Pedro ('8)
3-0 Liam Delap ('67, víti)
3-1 Youssouf Fofana ('70)
4-1 Liam Delap ('90)
Rautt spjald: Andrei Coubis, Milan ('18)

Chelsea spilaði æfingaleik við AC Milan í dag og komst í tveggja marka forystu snemma leiks. Ungur Andrei Coubis átti hörmulegan leik í liði Milan þar sem hann skoraði sjálfsmark á fimmtu mínútu og lét svo reka sig af velli með beint rautt spjald.

Joao Pedro tvöfaldaði forystu Chelsea og var staðan 2-0 í leikhlé. Liam Delap setti svo þriðja markið úr vítaspyrnu í síðari hálfleik áður en Youssouf Fofana minnkaði muninn eftir undirbúning frá Alexis Saelemaekers.

Tíu leikmenn Milan réðu ekki við heimsmeistara Chelsea og innsiglaði Delap sigurinn á lokamínútunum. Delap kom inn á 60. mínútu og skoraði tvennu til að ganga frá Milan.

Lokatölur 4-1 fyrir Chelsea sem byrjar enska úrvalsdeildartímabilið á heimavelli gegn Crystal Palace næsta sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner