Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 18:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: KA upp fyrir ÍBV eftir dramatískan sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 1 - 0 ÍBV
1-0 Dagur Ingi Valsson ('86 )
Lestu um leikinn

KA vann dramatískan sigur gegn ÍBV á Akureyri í kvöld.

Heimamenn fengu tækifæri strax í byrjun leiksins. Birnir Snær Ingason fékk skotfæri inn í teig en Hjörvar Daði Arnarsson sá við honum.

Strax í kjölfarið komst Hallgrímur Mar Steingrímsson í góða stöðu en Hjörvar náði að loka á hann.

KA fékk síðan dauðafæri og Ásgeir Sigurgeirsson og Birgir Baldvinsson fengu tækfæri til að skora en Hjörvar átti frábæran leik og varði frá þeim.

Oliver Heiðarsson fékk fyrsta færi Eyjamanna en færið var þröngt og Steinþór Már Auðunsson sá við honum.

Bæði lið fengu tækifæri í seinni hálfleiknum til að brjóta ísinn. Ingimar Stöle, Viðar Örn Kjartansson og Dagur Ingi Valsson komu allir inn á hjá KA í seinni hálfleik.

Þegar skammt var til loka leiksins átti Ingimar fyrirgjöf og Viðar Örn skallaði boltann í slá, boltinn barst til Birgi Baldvinsson sem reyndi að koma boltanum inn en Dagur Ingi náði að troða boltanum inn af línunni og tryggði KA dramatískan sigur.

KA er komið í 7. sæti, með 22 stig, upp fyrir ÍBV sem er í 8. sæti með 21 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 17 10 4 3 44 - 23 +21 34
2.    Víkingur R. 17 9 5 3 31 - 20 +11 32
3.    Breiðablik 17 9 5 3 29 - 22 +7 32
4.    Vestri 18 8 2 8 19 - 17 +2 26
5.    Fram 18 7 4 7 28 - 25 +3 25
6.    Stjarnan 17 7 4 6 30 - 28 +2 25
7.    KA 18 6 4 8 18 - 32 -14 22
8.    ÍBV 18 6 3 9 16 - 25 -9 21
9.    Afturelding 17 5 5 7 20 - 25 -5 20
10.    FH 17 5 4 8 28 - 25 +3 19
11.    KR 17 4 5 8 37 - 40 -3 17
12.    ÍA 17 5 1 11 18 - 36 -18 16
Athugasemdir
banner
banner