Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fös 10. september 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Óvissa fyrir leik Liverpool
Nær Tottenham að halda fullu húsi stiga?
Nær Tottenham að halda fullu húsi stiga?
Mynd: EPA
Roberto Firmino, Alisson og Fabinho eru meðal þeirra sem voru dæmdir í leikbann.
Roberto Firmino, Alisson og Fabinho eru meðal þeirra sem voru dæmdir í leikbann.
Mynd: EPA
Það fara átta leikir fram í þriðju umferð enska úrvalsdeildartímabilsins á morgun og hefst veislan á Lundúnaslag þegar Crystal Palace tekur á móti Tottenham.

Botnlið Arsenal tekur svo á móti nýliðum Norwich á sama tíma og Leicester fær Manchester City í heimsókn í stórleik og Manchester United spilar við Newcastle.

Southampton og West Ham eigast við í viðureign sem lofar afar góðu, Wolves og Watford mætast áður en Chelsea á spennandi leik við Aston Villa.

Leeds og Liverpool eigast við á sunnudaginn í leik þar sem FIFA hefur ákveðið að setja landsliðsmenn Brasilíu sem fóru ekki í landsliðsverkefni á dögunum í leikbann. Það ríkir því mikil óvissa í kringum þessa viðureign.

Að lokum á Everton leik við Burnley mánudagskvöldið. Jóhann Berg Guðmundsson gæti spilað fyrir Burnley.

Síminn er með sýningarréttinn á ensku úrvalsdeildinni.

Laugardagur:
11:30 Crystal Palace - Tottenham
14:00 Arsenal - Norwich
14:00 Brentford - Brighton
14:00 Leicester - Man City
14:00 Man Utd - Newcastle
14:00 Southampton - West Ham
14:00 Watford - Wolves
16:30 Chelsea - Aston Villa

Sunnudagur:
15:30 Leeds - Liverpool

Mánudagur:
19:00 Everton - Burnley
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner