Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fös 10. september 2021 11:49
Elvar Geir Magnússon
Klopp veit ekki enn hvort Brassarnir fái að spila
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði á fréttamannafundi áðan að hann viti ekki enn hvort brasilísku leikmennirnir Alisson og Fabinho fái að spila á sunnudaginn gegn Leeds.

Brasilíska fótboltasambandið ákvað að nýta sér reglur FIFA eftir að leikmönnum var ekki hleypt í landsliðsverkefni og setti átta leikmenn í fimm daga bann.

Liverpool hefur reynt að fá grænt ljós á að leikmennirnir sleppi við bannið.

Sama hver niðurstaðan verður þá mun Roberto Firmino ekki spila leikinn en hann er enn að glíma við meiðsli frá síðasta leik.

„Þetta er mjög erfið staða og mjög snúin fyrir félögin og leikmennina. Það má ekki gleymast í þessu að leikmennirnir vildu spila landsleikina og félögin vildu gefa þeim leyfi en það var ekki mögulegt," segir Klopp.

„Þetta er refsing fyrir leikmennina því þeir geta ekki spilað. Þeir geta ekki gert það sem þeir elska. Faraldurinn herjar enn á heimsbyggðna."

„Brasilía vann alla þrjá leikina í landsleikjaglugganum en það er samt kvartað til FIFA og okkur sagt að við getum ekki notað leikmennina. Við vitum ekki enn hverjir geta spilað um helgina."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner