Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 10. september 2022 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Di Canio alls ekki hrifinn af Ndombele
Mynd: Getty Images

Tanguy Ndombele gekk til liðs við Tottenham frá Lyon árið 2019 en hann hefur ekki fundið sig á Englandi og var lánaður aftur til Lyon á síðustu leiktíð.


Hann snéri aftur til Tottenham í sumar en Antonio Conte gerði honum ljóst fyrir að hann ætti ekki erindi í sitt lið og náði að lána hann til Napoli.

Þar hefur hann ekki náð að finna taktinn en hann hefur aðeins byrjað einn leik og spilað samtals 57 mínútur á þessari leiktíð.

Paolo Di Canio fyrrum leikmaður Napoli er alls ekki hrifinn af honum.

„Ef Spalletti gerir kraftaverk með Ndombele mun ég taka hattinn ofan fyrir honum. Ndombele er ekki vanur að fórna sér fyrir liðið þegar hann er ekki með boltann," sagði Di Canio.

„Ég geri ekki ráð fyrir að Spalletti nái að láta Ndombele ganga á vatni en ef hann getur látið hann synda yrði það ótrúlegur árangur."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner