Íslenska U21 árs landsliðið getur komið sér í góða stöðu með sigri á Wales í undankeppni EM í dag.
Liðin mætast á Víkingsvelli en leikurinn hefst klukkan 16:30.
Ísland vann frábæran 4-2 sigur á Danmörku á dögunum en Kristall Máni Ingason skoraði þrennu og er orðinn markahæsti leikmaður í sögu U21 árs landsliðsins.
Ísland er tveimur stigum á eftir Danmörku og Wales þegar liðið á þrjá leiki inni og á einn leik til góða á liðin fyrir ofan sig. Efsta liðið fer beint á EM en liðið gæti þurft að fara í umspil ef það endar í 2. sæti.
Danmörk fær Tékkland í heimsókn hálftíma fyrir leik Íslands og Wales en Tékkar eru aðeins stigi á eftir Íslandi.
þriðjudagur 10. september
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
16:00 Danmörk-Tékkland (Vejle Stadion)
16:30 Ísland-Wales (Víkingsvöllur)