
Leikurinn við Kýpur verður síðasti heimaleikur Íslands í undankeppni HM 2014 en uppselt er á leikinn sem fram fer á morgun föstudag. Ísland er í öðru sæti riðilsins sem stendur en baráttan er gríðarlega hörð.
„Framundan eru leikirnir tveir sem þetta snýst um. Það er hrikaleg tilhlökkun í okkur og íslensku þjóðinni," segir sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson.
Af er það sem áður var en íslenska landsliðið spilar sóknarbolta í dag. Því fagnar Kolbeinn að sjálfsögðu.
„Að vera þarna frammi og vita að boltinn kemur nánast á hverri mínútu er eins og þetta á að vera. Það er alltaf gaman að koma heim og spila með landsliðinu en sérstaklega þegar við spilum svona."
Kolbeinn telur að kuldinn geti hjálpað íslenska liðinu á föstudag.
„Vonandi blæs nóg, Kýpurmenn eru ekki vanir því."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir