Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 10. október 2020 13:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Undankeppni HM: Firmino á skotskónum - Messi komið að 1000 mörkum
Coutinho og Firmino
Coutinho og Firmino
Mynd: Getty Images
Messi
Messi
Mynd: Getty Images
Fyrstu umferð í undankeppni fyrir HM2022 er lokið í Suður-Ameríku riðlinum. Önnur umferð fer fram á þriðjudag og miðvikudag.

Brasilía valtaði yfir Bólivíu í lokaleik fyrstu umferðar sem leikinn var í nótt. Roberto Firmino skoraði tvö mörk fyrir Brasilíu og gleður það eflaust stuðningsmenn Liverpool því Firmino hefur skorað lítið á Englandi. Marquinhos og Coutinho skoruðu þá sitt hvort markið og eitt markið var sjálfsmark.

Luis Muriel, framherji Atalanta, skoraði tvö mörk í sigri Kólumbíu á Venesúela í gærkvöldi. Duvan Zapata skoraði einnig í leiknum.

Argentína vann Ekvador 1-0 á fimmtudagskvöld og var það Lionel Messi sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Markið var þúsundasta aðkoma Messi að marki í opinberum keppnisleik á ferlinum. Aðkoma að marki er annað hvort skorað mark eða stoðsending.

Luis Suarez og Maximiliano Gomez skoruðu mörk Úrúgvæ í 2-1 sigri á Síle í stórleik fyrstu umferðar. Alexis Sanchez skoraði mark Síle.

Í fyrsta leik umferðarinnar gerðu svo Paragvæ og Perú 2-2 jafntefli. Angel Romero skoraði bæði mörk Paragvæa og Andre Carillo bæði mörk Perú.

Brasilíka 5 - 0 Bólivía

Kólumbía 3 - 0 Venesúela

Argentína 1 - 0 Ekvador

Úrúgvæ 2 - 1 Síle

Paragvæ 2 - 2 Perú
Athugasemdir
banner
banner
banner