Norski framherjinn Erling Braut Haaland gekk í raðir Dortmund frá RB Salzburg í sumar. Fleiri félög höfðu áhuga á framherjanum unga og Manchester United eitt þeirra.
Samkvæmt heimildum ESPN þá stóð United til boða að fá framherjann en Ed Woodward, stjórnarformaður félagsins, á að hafa hætt við fá markavélina.
Samkvæmt heimildum ESPN þá stóð United til boða að fá framherjann en Ed Woodward, stjórnarformaður félagsins, á að hafa hætt við fá markavélina.
Haaland hefði komið á 18 milljónir punda til United. Ole Gunnar Solskjær, stjóri félagsins, var búinn að ræða við Haaland og sannfæra hann um að koma.
Woodward steig inn í á síðustu stundu þar sem honum fannst greiðslur til umboðsmanna of háar ásamt því að þeir vildu hafa riftunarákvæði í samningi Norðmannsins.
Athugasemdir