 
                        
                                                                                                                
                        
                                    
                                                                                                
                                    
                
                                                                
                Á morgun spilar Ísland mikilvægan leik við Wales í Þjóðadeildinni. Leikið er undir flóðljósunum á Laugardalsvelli.
Age Hareide, landsliðsþjálfari, sagði frá því á fréttamannafundi í dag að allir leikmenn Íslands væru heilir. Gylfi Þór Sigurðsson er sá eini sem hefur verið tæpur en hann hefur æft á fullu alla vikuna.
                                    
                
                                    Age Hareide, landsliðsþjálfari, sagði frá því á fréttamannafundi í dag að allir leikmenn Íslands væru heilir. Gylfi Þór Sigurðsson er sá eini sem hefur verið tæpur en hann hefur æft á fullu alla vikuna.
 
Við spáum því að Gylfi muni byrja með Orra Steini Óskarssyni í fremstu víglínu. Líklega er þar besti landsliðsmaður Íslandssögunnar í Gylfa og sá mest spennandi í augnablikinu í Orra.
Byrjunarliðið verði alveg eins og í leiknum gegn Svartfjallalandi í síðasta mánuði, nema þá að Sverrir Ingi Ingason og Guðlaugur Victor Pálsson komi inn í vörnina.
Það eru svo sannarlega möguleikar og verður áhugavert að sjá hvað Hareide gerir fyrir þennan leik.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
         
     
         
                                 
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        
