Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 10. október 2024 15:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Engin vandamál komið upp hjá Gylfa
Icelandair
Gylfi á æfingu með landsliðinu í vikunni.
Gylfi á æfingu með landsliðinu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann hefur verið að æfa með okkur. Við sjáum svo bara hvað gerist á morgun," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag er hann var spurður út í Gylfa Þór Sigurðsson.

Gylfi var ekki með Val gegn Breiðabliki um liðna helgi vegna meiðsla en hann hefur verið að æfa með íslenska landsliðinu fyrir leiki í Þjóðadeildinni. Gylfi hefur nú misst af tveimur leikjum í röð með Val.

Ísland mætir Wales annað kvöld og svo Tyrklandi næsta mánudag. Það eru allir leikmenn í góðu standi fyrir leikinn að sögn landsliðsþjálfarans.

„Það eru allir klárir. Sá eini sem var tæpur var Gylfi því hann spilaði ekki síðustu leiki og var að glíma við vandamál með bakið sitt. Hann hefur verið að æfa núna og það hafa ekki komið upp nein vandamál."

„Það eru allir aðrir klárir. Við erum í betra standi núna en síðast og flestir leikmannana eru að spila með sínum félagsliðum sem er mikilvægt," sagði Hareide.

Gylfi byrjaði báða leiki Íslands í síðasta verkefni fyrir um mánuði síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner