
Innkastið, hkjóðvarpsþáttur Fótbolta.net, er sendur út frá Parma á Ítalíu að þessu sinni. Þar eru strákarnir okkar í íslenska landsliðinu að búa sig undir komandi stórleik gegn Króatíu sem verður í Zagreb á laugardag.
Gestur Innkastsins er landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson en Magnús Már Einarsson ræddi við hann á hóteli íslenska liðsins í Parma.
Jóhann hefur farið ljómandi vel af stað á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni með Burnley. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið á dögunum og fer yfir lífið í enska boltanum í viðtalinu.
Þá ræðir hann toppbaráttuna sem er framundan og verkefnin með landsliðinu svo eitthvað sé nefnt.
Eftir viðtalið fara Magnús og Elvar Geir Magnússon stuttlega yfir komandi landsleik gegn Króatíu.
Sjá einnig:
Hlustaðu á Innkastið gegnum Podcast forrit
Hlustaðu á eldri þætti af Innkastinu
Athugasemdir