
Birkir Már Sævarsson spjallaði við Fótbolta.net í Parma í dag.
Landsliðið hefur síðustu daga undirbúið sig fyrir stórleikinn gegn Króatíu á Ítalíu en leikurinn er toppslagur I-riðils í undankeppni HM 2018.
Bæði lið eru með sjö stig á toppnum og því er mikið undir. Birkir er ánægður með veruna á Ítalíu hingað til.
Landsliðið hefur síðustu daga undirbúið sig fyrir stórleikinn gegn Króatíu á Ítalíu en leikurinn er toppslagur I-riðils í undankeppni HM 2018.
Bæði lið eru með sjö stig á toppnum og því er mikið undir. Birkir er ánægður með veruna á Ítalíu hingað til.
„Þetta er fínn staður, flott hótel og það er allt til alls."
Hann segir sig sjálfan og liðið vera vel undirbúið fyrir hörkuleik en króatíska liðið er gríðarlega sterkt.
„Við erum búnir að taka nokkra fundi og við teljum okkur vera mjög vel undirbúna."
Einhverjir höfðu áhyggjur af liðinu eftir gott gengi á EM og að menn væru jafnvel saddir. Birkir segir svo alls ekki vera.
„Við erum búnir að sýna að við erum ekki saddir, við viljum bara meira og meira," sagði Birkir
Athugasemdir