Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   fim 10. desember 2015 15:00
Magnús Már Einarsson
Dan Petrescu skammaði Sölva og Viðar fyrir að fagna ekki
Dan Petrescu vildi almennileg fagnaðarlæti.
Dan Petrescu vildi almennileg fagnaðarlæti.
Mynd: Getty Images
Dan Petrescu, fyrrum leikmaður Chelsea og rúmenska landsliðsins, er í dag þjálfari Jiangsu Sainty í Kína en með liðinu spila íslensku landsliðsmennirnir Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson.

Eftir að Jiangsu varð bikarmeistari á dögunum lét Petrescu sína menn heyra það fyrir léleg fagnaðarlæti eftir leik.

„Eftir leikinn voru leikmenn mínir hljóðláti. Þeir vissu ekki hvernig þeir áttu að fagna," sagði Petrescu.

„Ég varð að segja þeim 'þið unnið, fíflin ykkar, þið eigið að vera ánægðir.' Við Rúmenar drekkum og skemmtum okkur."

Petrescu er að fá miklar fjárhæðir til leikmannakaupa frá nýjum eigendum Jiangsu og möguleiki er að stór nöfn komi til félagsins. Það gæti sett framtíð Sölva og Viðars í hættu því einungis fjórir erlendir leikmenn mega vera í hverju félagi í Kína.
Athugasemdir
banner
banner