Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   lau 10. desember 2022 19:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Pickford réð ekki við dúndurskot Tchouameni
Heimsmeistarar Frakklands eru komnir yfir gegn Englandi í átta-liða úrslitunum á HM.

Þetta er í fyrsta sinn þar sem England lendir undir á þessu móti.

Það var Aurelien Tchouameni, miðjumaðurinn efnilegi, sem skoraði markið með þrumuskoti fyrir utan teig. Jordan Pickford náði ekki að koma í veg fyrir markið.

„Ég verð að setja spurningamerki við Pickford," sagði Hörður Magnússon sem lýsir leiknum.

Hægt er að sjá myndband af markinu hér að neðan. Það er nóg eftir af þessum leik, fyrri hálfleikurinn er ekki hálfnaður.


Athugasemdir
banner
banner
banner