PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
banner
   sun 10. desember 2023 17:40
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Mikilvægur sigur fyrir trúna
Mynd: EPA
Pep Guardiola var kátur með mikilvægan sigur Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Englandsmeisturunum tókst þannig að enda fjögurra leikja runu án sigurs, eftir þrjú jafntefli og eitt tap í síðustu fjórum deildarleikjum.

Man City var sterkari aðilinn gegn nýliðum Luton, en heimamenn í Luton tóku forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Lærisveinar Guardiola brugðust vel við og skoruðu tvö mörk með stuttu millibili í síðari hálfleik til að snúa stöðunni við.

„Við höfum verið góðir í flestum leikjum á tímabilinu og í dag rataði boltinn í netið. Þetta var mjög mikilvægt fyrir trúna. Við viljum sýna fólki að þetta er ekki búið, við getum ennþá barist um titilinn," sagði Pep eftir endurkomusigurinn.

„Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik og það var þungt högg að fá mark á okkur fyrir leikhlé. Við vorum ekki alveg jafn góðir í síðari hálfleik en skoruðum tvö mörk til að sigra. Ég er ánægður.

„Við þjáðumst fyrir þennan sigur, en ég er sáttur með spilamennskuna. Við spiluðum okkar leik."


City er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum eftir toppliði Liverpool.

Nýliðar Luton eru í fallsæti, með 9 stig eftir 16 umferðir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Crystal Palace 15 6 6 3 19 12 +7 24
6 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
7 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
8 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
9 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
10 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 3 7 20 23 -3 18
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner