mán 11. janúar 2021 22:29
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Betis tryggði sér sigur á lokamínútunum
Aissa Mandi skoraði fyrra mark Betis
Aissa Mandi skoraði fyrra mark Betis
Mynd: Getty Images
Huesca 0 - 2 Betis
0-1 Aissa Mandi ('78 )
0-2 Antonio Sanabria ('90 )
Rautt spjald: Paul Akouokou, Betis ('82)

Real Betis er komið upp í tíunda sæti spænsku deildarinnar eftir 2-0 sigur á Huesca í kvöld. Bæði mörk Betis komu undir lok leiksins.

Alsírski varnarmaðurinn Aissa Mandi kom Betis yfir með skalla eftir góða fyrirgjöf frá hægri.

Fjórum mínútum síðar fék Paul Akouokou að líta rauða spjaldið í liði Betis en það kom ekki að sök því Antonio Sanabria tvöfaldaði forystuna undir lokin og lokatölur 2-0 fyrir Betis.

Betis er í 10. sæti deildarinnar með 23 stig á meðan Huesca er í neðsta sæti deildarinnar með 12 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner