Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 11. janúar 2022 19:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Staðfest að Albert fari frá AZ
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson leikmaður AZ Alkmaar mun yfirgefa hollenska félagið þegar samningur hans rennur út í sumar.

Þetta staðfesti Max Huiberts yfirmaður fótboltamála hjá félaginu. Albert Brynjar Ingason frændi nafna síns sagði í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að hans draumastaður væri Spánn.

Félög á borð við Celtic, Rangers og Lazio hafa sýnt honum áhuga og þá er Feyenoord einnig með augastað á íslenska landsliðsmanninum.

Félagið vill losna við hann í þessum mánuði til að fá eitthvað fyrir hann en Albert vill klára tímabilið með félaginu og ætlar ekki að láta þvinga sig í burtu í hvaða lið sem er í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner